Framkvæmdir í Fontana
Spennandi endurbætur

Við stöndum í framkvæmdum

Ný og endurbætt aðstaða opnar sumarið 2026 og við erum spennt að taka á móti þér.

Endurbætur

Endurbætt aðstaða

Breytingar á aðstöðunni í Fontana fela meðal annars í sér nýja sánu, endurbætur á búningsklefum, laugar sem teygja sig að vatninu og nýja hveragufu beint yfir kröftugri uppsprettunni. Breytingunum er ætlað að upphefja sögu svæðisins og náttúruna í kring.
Book now
Dashboard mockup
Endurbætur

Ný sána

Í nýju sánunni er stór gluggi með glæsilegu útsýni yfir Laugarvatn og auðvelt að færa sig úr sánunni út í kalt vatnið. Norrænar þjóðir hafa lengi stundað sánu eða heit böð á víxl við kælingu í snjó eða köldu vatni og hafa slík böð verið talin auka blóðflæði, styrkja ónæmiskerfið og stuðla að hugarró.
Book now
Dashboard mockup
Endurbætur

Hveragufan

Böð í heitum uppsprettum Laugarvatns eiga sér langa sögu og árið 1929 byggði heimafólk á Laugarvatni tvö baðhús beint yfir kröftugum hvernum. Staðsetning nýju gufunnar í Fontana vísar einmitt til þessarar sögu. Hvelfing hveragufunnar er magnað rými þar sem hverinn sjálfur er miðpunktur. Vatnið kraumar undir fótum þér og gufan stígur upp með sinni einkennandi lykt, yljandi mistri og taktfasta hljóði.
Book now
Dashboard mockup
Endurbætur

Ný böð

Nýju böðin teygja sig meðfram bakkanum og út í Laugarvatn og verða þar nokkur svæði ólík að dýpt, stærð og hitastigi. Ofan í böðunum verður bar þar sem boðið verður upp á úrval drykkja og hægt að fá sér hressingu án þess að fara upp úr vatninu.
Book now
Dashboard mockup