Bakaðu hverabrauð heima
Uppskriftin okkar

Hvernig bakar maður hverabrauð?

Við bökum rúgbrauðið okkar í hver, en þú getur bakað það í ofninum heima.

Íslendingar hafa notað náttúrulegan jarðhita til baksturs kynslóðum saman og á Laugarvatni er mikil jarðhitavirni sem heimafólk hefur nýtt sér til að baka hið fræga hverabrauð.

Rúgbrauðið okkar er bakað í heitum sandi nálægt virkum hver. Sjóðandi vatn seytlar í gegnum litlar spurningur og hitar upp sandinn svo hann breytist í náttúrulegan bakaraofn.

Við fáum sömu spurninguna aftur og aftur í brauðferðunum okkar: get ég bakað svona brauð heima? Og svarið er einfalt, já, þú getur bakað brauðið heima!

Uppskriftin hér að neðan hentar til baksturs bæði í hver og í bakaraofni.

Hráefni

2 bollar rúgmjöl

1 bolli hveiti


1 bolli sykur

2 tsk. lyftiduft

1/2 tsk. salt


500 ml. mjólk

Aðferð

Skref 1
Hitið bakaraofn í 100°C.

Skref 2
Blandið þurrefnunum saman í skál.

Skref 3
Hrærið mjólkinni saman við þurrefnin.

Skref 4
Smyrjið pott að innan svo brauðið sitji ekki fast.

Skref 5
Hellið blöndunni í pottinn.

Skref 6
Komið pottinum fyrir í miðjum ofni og setjið bakka af vatni fyrir neðan svo brauðið haldist rakt og gott.

Skref 7
Bakið í 8-10 klst.