Opið alla daga
Um rúgbrauðsferðina
Við hrærum í rúgbrauðsdeig eftir gamalli uppskrift, setjum í pott og gröfum í heitan sandinn. Alla daga, klukkan 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauðið sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni.
Komdu með!
Rúgbrauðsferðin er skemmtileg afþreying fyrir hópa og nýbakað hverabrauðið, sem er borið fram með smjöri og jafnvel reyktum silungi, bráðnar í munni.