Fontana Bakarí

Við hrærum í rúgbrauðsdeig eftir gamalli uppskrift, setjum í pott og gröfum í heitan sandinn í 24 klukkustundir.

Við gröfum brauðið upp og það er sannarlega ljúffengt! Komdu og prófaðu!

Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar.

Alla daga, klukkan 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni. Frá 1. júní til 30. september er þriðju ferðinni bætt við og er hún klukkan 10:15. 

Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Smakkað er á nýbökuðu brauðinu sem borið er fram með íslensku smjöri og jafnvel reyktum silungi.

Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa. 

 

Verðskrá til 31. maí 2025

Verð 3.190 kr. á mann.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Sneið af reyktum silungi innifalin í verði.

 

Verð frá 1. júní 2025

Fullorðnir (13 ára og eldri) 3350 ISK
Börn (7 til 12 ára) 1650 ISK
Börn (6 ára og yngri) Frítt

 

Vinsamlegast bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur.

Hópa er hægt að bóka í rúgbrauðsferðir fyrir sérhópa á netfanginu; sales@fontana.is