Á Heitum REIT
Staðsetningin
Fontana er á bökkum Laugarvatns, þar sem nóg er af náttúrulega heitu vatni. Laugarvatn liggur yfir heitum reit, eins og mörg byggðarlög á Íslandi. Þetta þýðir að jarðvegurinn er kraumandi af sjóðandi vatni sem brýst upp á yfirborðið sem hverir hér og þar. Þetta heita vatn hefur verið notað til matargerðar, baða og húshitunar á Laugarvatni kynslóðum saman og er vatnið grunnurinn að ríkri baðmenningu svæðisins.