Um Fontana
Meira um okkur
Nánar

Sagan

Böð í heitum uppsprettum Laugarvatns eiga sér langa sögu og má rekja fyrstu heimildir um þau aftur til kristnitöku Íslands árið 1000. Seinna byrjaði heimafólk á Laugarvatni að nýta sér jarðvarmann til að baða sig og árið 1929 var fyrsta mannvirkið reist á svæðinu sem sérstaklega var ætlað hveraböðum. Heimafólk byggði þá tvo kofa beint yfir kröftugum hvernum, og vísar staðsetning gufunnar í Fontana í dag einmitt til þessarar sögu.
Nánar
Dashboard mockup
Nánar

Staðsetningin

Fontana er á bökkum Laugarvatns, þar sem nóg er af náttúrulega heitu vatni. Laugarvatn liggur yfir heitum reit, eins og mörg byggðarlög á Íslandi. Þetta þýðir að jarðvegurinn er kraumandi af sjóðandi vatni sem brýst upp á yfirborðið sem hverir hér og þar. Þetta heita vatn hefur verið notað til matargerðar, baða og húshitunar á Laugarvatni kynslóðum saman og er vatnið grunnurinn að ríkri baðmenningu svæðisins.
Nánar
Dashboard mockup
Aðdráttarafl og menningareinkenni

Íslensk baðmenning

Baðmenning íslendinga nær allt aftur til landnáms, og kemur fram í fornum bókmenntum að landnámsmenn hafi synt og baðað sig í náttúrulegum uppsprettum. Samhliða þróun hitaveitu á 20. öld urðu almenningssundlaugar, sem reistar voru í flestum byggðarlögum, svo órjúfanlegur hluti daglegs lífs. Í baðlónum nútímans er áhersla á jarðhita og náttúru eru þau orðin að meginauðkenni íslenskrar menningar.
Book now
Dashboard mockup

Hafa samband

Einhverjar spurningar?
Fylltu út formið hér að neðan til að hafa samband.
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.
Contact image